Hlébarði og Kjúklingur

Ég spyr mig oft hvaða tilgangi það þjóni að vera grænmetisæta.  (Fyrir utan aukna vellíðan og sjálfsblekkingu um að það geri mig að einhverju leyti að betri manneskju)

Ekki er ég að valda neinum drastískum breytingum. Ég stórefa að Ali slátri dýrinu minna vegna þeirra áhrifa sem ég hef á kjötmarkaðinn. Enda er ég nú mikill bóndi í mér og samgleðst þeim sem njóta kjöts í kringum mig.

En sorglegt þykir mér að lesa svona fréttir. Það að vera grænmetisæta hefur bara ekki neitt að segja um hvort dýrategundir deyji út eða ekki. Það að vera grænmetisæta hefur engin áhrif á dýraríkið. Ég mun aldrei vernda eitt einasta dýr, hvað þá bjarga heilli dýrategund.

Segjum sem svo að ég verði grænmetisæta allt mitt líf. Þá kannski tekst mér að vernda eitt lítið kjúklinglíf með áhrifum mínum á hinn gríðarstóra kjötiðnað. En hvaða máli skiptir það? Þannig er bara fæðuhringurinn. Náttúran ætlaði þessum kjúklingi að deyja í minn munn.

Ég mun semsagt svipta kjúkling örlögum sínum

Það er leiðinlegt að ekki sé hægt að skipta lífi hans kjúlla litla útfyrir hlébarðans. Það er kaldhæðið hvað maður neitar sér um mikin munaði alla tíð í þágu dýranna, en samt geta vodkahittnir veiðimenn fellt heilan dýrastofn með einu skoti.

 Ronald(McDonald), ólíkt öðrum grænmetisætum er ég vinur þinn!


mbl.is Veiðimenn felldu fágætan hlébarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirleitt eru hlébarðar ekki felldir vegna kjötsins heldur vegnaþess að skinnið af þeim er vinsælt í loðfeld fyrir ríku konurnar.

Birgir Þór (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband