Eldheit tilboð á barnum á Pravda


Kannski er ég bara hræsnari, en fyrir mér er þessi bruni enginn sérstakur
harmur - þó að sjálfsögðu sé ávallt sorglegt að sjá eld gleypa hús og
rekstur þess.

Eiturlyfja-sukk-staðurinn Pravda, er ekki einkenni þeirrar hlýju
borgarmyndar sem Reykjavík hefur í huga mér. Fyrir þá sem ekki vita, var
Pravda einn subbulegasti skemmtistaður Reykjavíkurborgar fyrr og síðar.
Pravda hefur lengi verið samkomustaður eiturlyfjafíkla og slagsmálahunda,
skemmtistaður sem heilbrigt fólk reyndi að forðast. Um helgar voru það
ekki óskabörn þjóðarinnar sem komu þar saman, heldur subbulegustu
manngerðir þjóðfélagsins. Það samfélag sem Ísland mun seint vilja auglýsa
sem menningu sína.

Á leið minni heim af skemmtanalífi Reykjavíkur gekk ég ávallt norðurhlið
Austurstrætisins, einfaldlega af hræðslu. Hræðslu við að lenda í klóm
slagsmála- og eiturlyfjahunda sem stóðu spenntir í biðröð við Pravda. Ég
stórefa að ég hafi verið einn um að nýta norðurhlið strætisins vegna
þessa.

Að degi til stóð húsið autt, tómt, myrkt en þakið áfengisauglýsingum,
ósmekklegum skiltum og tilkynningum um yfirvofandi "skemmtanir". Eftir að
hafa gengið framhjá smekklegum veitingahúsum, björtum bókabúðum og lifandi
kaffihúsum í Austurstræti kom maður að Pravda. Húsið stóð skömmustulegt,
það virtist vita hversu sorglegan stimpil það bæri.
Það er stórundarlegt að fólk líti á þennan bruna sem fall menningarsögu
miðbæjar Reykjavíkur, því fyrir mér hafði þetta hús ekki neitt um ágæti
miðbæjarins að segja. Það skiptir bara engu máli þó að hús hafi einhverja
ótrúlega stórbrotna sögu og gildi í menningu borgarinnar. Það eina sem
skiptir máli er hvaða tilgangi útlit og starfsemi byggingarinnar þjóna
núverandi borgarmynd- og menningu. Húsið afsalaði sér öllum þeim tilgangi
þegar Pravda hóf rekstur sinn þar.
 
Eigendur Pravda hafa þó alla mína samúð, enda fyrsta flokks menn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband