Um kosningar...

Sandkassaloforðin hljóma öll keimlík og kosningabaráttan er því veigamesti liðurinn í vinsældakeppni ríkisins.

Frambjóðendur virðast þó oft fara fram úr sjálfum sér og jafnvel gleyma hvaða tilgangi sumir liðir baráttunnar eiga að þjóna..

Klóríbakka-hreyfingin er gott dæmi:

Finngolfssyni er spurn, hvort fólk þurfi ekki að geta séð - og þar af leiðandi lesið, til að geta nýtt sér þennan táknmálsfítus?
 


Masó

Finngólfsson er hrjáður af pólitískum masókisma.

Honum finnst nefnilega eitthvað svo vontgott þegar ungir jafnaðarmenn eða kommúnistar tala um aukinn jöfnuð, velferðarsamfélag, stóriðjustopp og útrýmingu ofurlauna svo að dæmi séu tekin.

Hann þræðir síður eins og þessa aðeins fyrir pólitíska fróun.

Ef vinstristjórn kemst á Íslandi, þá fær Finngólfsson úr honum. Þetta verður eins og stöðugur svipusláttur, svo vont; en samt (mmm) svo gott.

 

Hugsið um Finngólfsson þegar þið gangið að kjörborðum 12. maí.

(Hugsið svo um Ingibjörgu Sólrúnu í leðuralklæðnaði) 

Rúnk


Hlébarði og Kjúklingur

Ég spyr mig oft hvaða tilgangi það þjóni að vera grænmetisæta.  (Fyrir utan aukna vellíðan og sjálfsblekkingu um að það geri mig að einhverju leyti að betri manneskju)

Ekki er ég að valda neinum drastískum breytingum. Ég stórefa að Ali slátri dýrinu minna vegna þeirra áhrifa sem ég hef á kjötmarkaðinn. Enda er ég nú mikill bóndi í mér og samgleðst þeim sem njóta kjöts í kringum mig.

En sorglegt þykir mér að lesa svona fréttir. Það að vera grænmetisæta hefur bara ekki neitt að segja um hvort dýrategundir deyji út eða ekki. Það að vera grænmetisæta hefur engin áhrif á dýraríkið. Ég mun aldrei vernda eitt einasta dýr, hvað þá bjarga heilli dýrategund.

Segjum sem svo að ég verði grænmetisæta allt mitt líf. Þá kannski tekst mér að vernda eitt lítið kjúklinglíf með áhrifum mínum á hinn gríðarstóra kjötiðnað. En hvaða máli skiptir það? Þannig er bara fæðuhringurinn. Náttúran ætlaði þessum kjúklingi að deyja í minn munn.

Ég mun semsagt svipta kjúkling örlögum sínum

Það er leiðinlegt að ekki sé hægt að skipta lífi hans kjúlla litla útfyrir hlébarðans. Það er kaldhæðið hvað maður neitar sér um mikin munaði alla tíð í þágu dýranna, en samt geta vodkahittnir veiðimenn fellt heilan dýrastofn með einu skoti.

 Ronald(McDonald), ólíkt öðrum grænmetisætum er ég vinur þinn!


mbl.is Veiðimenn felldu fágætan hlébarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldheit tilboð á barnum á Pravda


Kannski er ég bara hræsnari, en fyrir mér er þessi bruni enginn sérstakur
harmur - þó að sjálfsögðu sé ávallt sorglegt að sjá eld gleypa hús og
rekstur þess.

Eiturlyfja-sukk-staðurinn Pravda, er ekki einkenni þeirrar hlýju
borgarmyndar sem Reykjavík hefur í huga mér. Fyrir þá sem ekki vita, var
Pravda einn subbulegasti skemmtistaður Reykjavíkurborgar fyrr og síðar.
Pravda hefur lengi verið samkomustaður eiturlyfjafíkla og slagsmálahunda,
skemmtistaður sem heilbrigt fólk reyndi að forðast. Um helgar voru það
ekki óskabörn þjóðarinnar sem komu þar saman, heldur subbulegustu
manngerðir þjóðfélagsins. Það samfélag sem Ísland mun seint vilja auglýsa
sem menningu sína.

Á leið minni heim af skemmtanalífi Reykjavíkur gekk ég ávallt norðurhlið
Austurstrætisins, einfaldlega af hræðslu. Hræðslu við að lenda í klóm
slagsmála- og eiturlyfjahunda sem stóðu spenntir í biðröð við Pravda. Ég
stórefa að ég hafi verið einn um að nýta norðurhlið strætisins vegna
þessa.

Að degi til stóð húsið autt, tómt, myrkt en þakið áfengisauglýsingum,
ósmekklegum skiltum og tilkynningum um yfirvofandi "skemmtanir". Eftir að
hafa gengið framhjá smekklegum veitingahúsum, björtum bókabúðum og lifandi
kaffihúsum í Austurstræti kom maður að Pravda. Húsið stóð skömmustulegt,
það virtist vita hversu sorglegan stimpil það bæri.
Það er stórundarlegt að fólk líti á þennan bruna sem fall menningarsögu
miðbæjar Reykjavíkur, því fyrir mér hafði þetta hús ekki neitt um ágæti
miðbæjarins að segja. Það skiptir bara engu máli þó að hús hafi einhverja
ótrúlega stórbrotna sögu og gildi í menningu borgarinnar. Það eina sem
skiptir máli er hvaða tilgangi útlit og starfsemi byggingarinnar þjóna
núverandi borgarmynd- og menningu. Húsið afsalaði sér öllum þeim tilgangi
þegar Pravda hóf rekstur sinn þar.
 
Eigendur Pravda hafa þó alla mína samúð, enda fyrsta flokks menn. 

Upphafið

Hér skrifar Finngólfsson undir formerkjum frelsisins, þótt hann viti það fyrir víst að það er ekki til. Þarafleiðandi eru skrifin hér formerkjafrjáls.

the Finngólfssons
 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband